á endalausu ferðalagi...
miðvikudagur, janúar 26, 2005
Þá er maður komin í "jólafrí". Ég var í síðasta prófinu á fimmtudaginn og á ekki að byrja aftur í skólanum fyrr en á þriðjudaginn. Ég hef semsé 10 daga til að slappa af og safna orku fyrir næstu önn.
Annars erum við Gústi búinn að hafa nóg að gera. Kíkja í bæinn og í Rosengård, mæta í útskrift og borða góðan mat með vinum og nágrönnum. Þess á milli höfum við farið út í göngutúra.

Núna er snjór yfir öllu og sandur á öllum gangstéttum og ég held svei mér þá að það sé sandur inni í öllum íbúðunum hér á Raskinu. Þetta er nú samt voðalega gaman og mikill vill meira, mig langar í meiri snjó.

Gústi er í pufu í dag á stað sem heitir Fjeldsted skov kro þannig að í dag sit ég með krossaða fingur og vona það besta og að sjálfsögðu sendir maður góða strauma.

Jæja þar til næst.

Þóra ferðalangur Þóra skrifaði.